Íþróttamót Dreyra 22.-25. ágúst 2013

08. ágúst 2013
Fréttir
Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 22.-25. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.

Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 22.-25. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á vefmiðlum hestamanna.

Skráning:
Skráningu skal senda í tölvupósti á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 12:00 mánudaginn 19. ágúst. Umsjón með skráningu hefur Kristín Frímannsdóttir.

Skráningargjöld:
Skráningargjöld eru 3.000.- fyrir hverja keppnisgrein í Meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og ungmennaflokki, og fyrstu skráningu í barna- og unglingaflokki en 2.000 fyrir síðari skráningar í barnaflokk og unglingaflokk. Hámark á fjölskyldu er kr. 40.000.- Reiknisnúmerið er 0552 14 601933 kt. 450382 0359.

Senda þarf kvittun í tölvupósti á dreyri@gmail.com. Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 20. ágúst. Þegar skráning hefur farið fram verður sent svar í tölvupósti og er knapar beðnir að fylgjast með því.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer, nafn knapa og kennitala
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar og upp á hvora hönd er sýnt.
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Keppnisgreinar:

  • Fimmgangur í Meistaraflokk, 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokki
  • Fjórgangur í Meistaraflokk, 1. flokk, 2flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk
  • Tölti T3 í 1.flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk
  • Tölt T1 í Meistaraflokk,
  • Tölt T2 í Meistaraflokk, 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk
  • Gæðingaskeið í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk
  • 100m skeið

Áskilin er réttur til að sameina flokka og fella niður keppnisgreinar ef skráning er lítill í einstak greinum.