Íþróttamaður Andvara 2011

Erla Guðný á ístöltinu
Erla Guðný á ístöltinu
Á aðalfundi Andvara þann 29.nóvember var tilkynnt val íþróttamanns Andvara árið 2011. Á aðalfundi Andvara þann 29.nóvember var tilkynnt val íþróttamanns Andvara árið 2011.
Það var engin önnur en Erla Guðný Gylfadóttir. Erla Guðný er ein af okkar fremstu knöpum og hefur hún staðið sig mjög vel á keppnisvellinum og má þar nefna að hún vann opna flokkinn á Svellköldum, var í 6.sæti í Landsliðstölti, Ístölti allra sterkustu og var í úrslitum á Landsmóti í bæði tölti og b-flokki gæðinga. Erla Guðný á líka stóran þátt í velgengni yngri knapa Andvara því hún var með keppnisnámskeið fyrir krakkana í vetur og fylgdi þeim á Landsmót.

Stjórn Andvara vill óska Erlu Guðnýju innilega til hamingju með árangurinn og titilinn.

Eftirfarandi er árangur Erlu veturinn 2011:
  • Vetrarleikar Andvara (tók þátt í einum) – 2.sæti vetrarleikar I
  • Svellkaldar konur – 1.sæti opinn flokkur
  • Landsliðstölt, Ístölt Allra sterkustu – 6.sæti (b-úrslit)
  • Íþróttamót Andvara (A úrslit í öllum greinum)- 1.sæti tölt, 2.sæti fjórgangur, 6.sæti fimmgangur í opnum flokki
  • Gæðingamót Andvara- 2.sæti B-flokkur
  • Reykjavíkurmeistaramót Fáks A-úrslit- 2.sæti fjórgangur og 5. sæti tölt meistara
  • Stöðulisti tölt fyrir LM- 6.sæti af 30 efstu tölteinkunum yfir landið fyrir LM 2011
  • Landsmót Vindheimamelar- tölt, úrslit 9.sæti, 11. sæti eftir forkeppni í B-flokki gæðinga
  • Suðurlandsmót - 4.sæti tölt meistara
  • Metamót Andvara – 3.sæti tölt opinn flokkur