Ístöltsmót 2010

01. febrúar 2010
Fréttir
Halldór og Nátthrafn sigruðu "Allra sterkustu" 2009. Ljósmynd: Jens Einarsson.
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. "Svellkaldar konur" verður haldið þann 13.mars nk. í Skautahöllinni í Laugardal. Mótið hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár og vegna mikillar aðsóknar á undanförnum árum hefur verið ákveðið að leyfa eingöngu 100 skráningar, fyrstur kemur fyrstur fær.
"Þeir allra sterkustu" verður haldið þann 3.apríl, athugið breytt dagsetning. Þar mæta allra sterkustu ístöltarar landsins, s.s. Íslandsmeistarar, Heimsmeistara, Ístöltmeistarar fyrri ára og margir fleiri.