Ístölt Austurlands 2013

20. febrúar 2013
Fréttir
Í dag fer í hönd síðasti skráningardagur á Ístölt Austurland 2013, árlega veislu hestamanna á Austurlandi. Eins og undanfarin ár fer mótið fram á Móavatni við Tjarnarland skammt frá Egilsstöðum. Kunnir keppnismenn hafa boðað komu sína og verður án efa barist hart um Ormsbikarinn eftirsótta, auk fleiri glæsilegra verðlaunagripa á mótinu.

Í dag fer í hönd síðasti skráningardagur á Ístölt Austurland 2013, árlega veislu hestamanna á Austurlandi. Eins og undanfarin ár fer mótið fram á Móavatni við Tjarnarland skammt frá Egilsstöðum. Kunnir keppnismenn hafa boðað komu sína og verður án efa barist hart um Ormsbikarinn eftirsótta, auk fleiri glæsilegra verðlaunagripa á mótinu.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

 Tölt 16 ára og yngri
Tölt áhugamanna
Tölt opin flokkur
A-flokkur
B-flokkur

 Skráning fer fram á sibbas@yahoo.com og hjá Sigurbjörgu í síma 849-9370. Skráningargjald á hverja skráningu er kr. 2.500,-  Leggja skal skráningargjöld inn á reikning Freyfaxa, nafn knapa komi fram sem skýring. Bankaupplýsingar eru eftirfarandi: Kennitala: 470482-0449 Bankanúmer: 305-26-4704