Íslenski hópurinn sem fer á Youth Cup 2018

Dagana 28 júlí til 4 ágúst verður haldið alþjóðlegt æskulýðmót FEIF YouthCup í Axevalla Travbana í Svíðþjóð.

YouthCup er haldið annað hvert ár, þar sem ungir knapar á aldrinum 14-17 ára frá sem flestum aðildarlöndum FEIF hittast og eru saman í eina viku. Þar þjálfa þau hestana sína með virtum leiðbeinendum og keppa svo í alþjóðlegum liðum í lok vikunnar.  Rúmlega 80 keppendur keppa á mótinu og eru þeir allir frá aðildarlöndum FEIF en að þessu sinni má Ísland senda 9 keppendur. Flestir hafa reynslu af keppnum og koma með eigin hesta en þeir sem ekki geta komið með eigin hest geta fengið lánaðan hest en það er einmitt hlutskipti íslensku keppendanna.

Íslensku keppendurnir voru valdir úr fjölmennum hópi áhugasamra umsækjenda og eru eftirfarandi, Anna Ágústa Bernharðsdóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir, Dagur Ingi Axelsson, Egill Már Þórsson, Eygló Hildur Ásgeirsdóttir, Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Kristján Árni Birgisson, Melkorka Gunnarsdóttir og Sigrún Högna Tómasdóttir. 

Óskum við þeim góðs gengis á mótinu

Farastjóri með hópnum verður Andrea Þorvaldsdóttir. Helga Björg Helgadóttir fer einnig með sem fulltrúi æskulýðsnefndar FEIF og heldur utan um afþreyingu fyrir keppendurna.

Markmið FEIF YouthCup er samvinna, íþróttamannsleg hegðun, bætt reiðmennska og alþjóðleg vinátta.