Hestakúnstir og gagntegundarsýning á 17. júní í Reykjavík

20. júní 2019
Fréttir

Landsamband hestamanna og Horses of Iceland  stóðu sameiginlega fyrir hestasýningu í miðbæ Reykjavíkur á 17 júni. Fjórir knapar mættu með hesta sína við Tjörnina og sýndu gangtegundir íslenska hestsins með mikilli leikni og gleði, þau Rakel Katrín Sigurhansdóttir, Ásta Margrét Jónsdóttir, Katarina Snorrason og Jónas Aron Jónasson. Þórdís Anna Gylfadóttir  lýsti því sem fram fór og deildi fróðleik um íslenska hestinn af stakri snilld. Þær stöllur Súsanna Sand Ólafsdóttir og Thelma Rut Davíðsdóttir brugðu á leik með hestum sínum Hylli og Goða og hundinum Sönnu sem sýndi einstaklega mikla yfirvegun og hversu vel þjálfuð hún er. Margt var um mannin í bænum og margir sem að stoppuðu til að fylgjast með sýningunni, klappa hestunum og taka myndir.