Íslenska landsliðið flogið út

28. júlí 2011
Fréttir
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum 2011. Mynd: HKG.
Íslensku keppendurnir héldu út til Austurríkis í morgun á Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Flogið var til Munchen en þaðan verður keyrt til mótssvæðisins í Austurríki. Íslensku keppendurnir héldu út til Austurríkis í morgun á Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Flogið var til Munchen en þaðan verður keyrt til mótssvæðisins í Austurríki. Örfáir knapar ásamt Einari Öder fóru utan um síðustu helgi og hafa annast hestana sem flugu út síðastliðinn sunnudag. Knapar íslenska landsliðsins sem búsettir eru erlendis eru væntanlegir á mótssvæðið í dag. Fyrsti fundur landsliðsins á mótssvæðinu verður því haldin í dag auk þess sem æfingatímar liðanna hefjast.

Landssamband hestamannafélaga og Landsliðsnefnd LH vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem stutt hafa landsliðið, þar á meðal eru Lífland, Icelandair Cargo, Gunnar Arnarsson ehf., Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu, Samskip, Krónan, VÍS, Vinnuföt ehf, Opin Kerfi, N1, Europris, Bílaleiga Akureyrar, Ölgerðin og Kerckhaert. Án þeirra væri nær ómögulegt að senda íslenskt landslið til þátttöku á heimsmeistaramót.

Daglegar samantektir frá mótinu verða sýndar á RÚV. Sú fyrsta verður sýnd þriðjudaginn 2.ágúst kl.21:40.