Íslandsmót yngri flokka 2013: Orðsending til keppenda

02. júlí 2013
Fréttir
Flosi Ólafs og Möller. Mynd: Jón Björnsson
Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. júlí. Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi...

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. júlí. Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi.

Mikilvægt er að þið útbúið lista fyrir foreldra ykkar svo þau gleymi engu;)

- Er búið að láta skoða hestakerruna?
- Er búið að standsetja fellihýsið?
- Er nóg til af leðurfeiti og skósvertu?
- Er farið að huga að keppnisjárningu á gæðinginn?
- Er búið að huga að hesthúsaplássi fyrir gæðinginn meðan á keppni stendur?
- Er keppnisgallinn hreinn og pússaður?

Þetta eru hlutir sem verða að vera í lagi og vonumst við eftir að foreldrarnir hjálpi ykkur sem mest við að gera þessa upplifun sem skemmtilegasta.

Hægt er að panta hesthúsapláss með því að senda tölvupóst á elfa@lettir.is eða hringja í Svein Arnarsson í síma 662-1121.

Verið hjartanlega velkomin hingað í Eyjafjörðinn og við í hestamannafélaginu Létti á Akureyri hlökkum til að taka á móti ykkur.

Búið er að opna fyrir skráningar og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og líkur skráningu á miðnætti 11. júlí.

Skráningargjaldið er 4.000 kr. fyrir hverja grein.

Drög að dagsskrá:
Fimmtudagur 18. júlí
Knapafundur
Fjórgangur V1 börn
Fjórgangur V1 unglingar
Kaffihlé
Fjórgangur V1 ungmenni
Fimi A

Föstudagur 19. júlí
Tölt T1 unglingar
Matur
Tölt T1 unglingar
Tölt T1 börn
Kaffi
Tölt T1 ungmenni
Slaktaumatölt T2
Kvöldmatur
Gæðingaskeið unglinga og ungmenna
Skemmtun

Laugardagur 20. júlí
Fimmgangur F1 ungmenna
Matur
Fimmgangur F1 unglinga
Kaffi
B-úrslit Fjórgangur V1 börn
B-úrslit Fjórgangur V1 unglingar
Fjórgangur V1 ungmenni
B-úrslit Tölt T1 börn
B-úrslit Tölt T1 unglingar
B-úrslit Tölt T1 ungmenni
Grill
100 m skeið
Skemmtun

Sunnudagur 21. júlí
B-úrslit Fimmgangur F1 unglingar
B-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
A-úrslit Fjórgangur F1 börn
A-úrslit Fjórgangur V1 unglingar
A-úrslit fjórgangur V1 ungmenni
Matur
A-úrslit Slaktaumatölt T2
A-úrslit Tölt T1 börn
A-úrslit Tölt T1 unglingar
A-úrslit Tölt T1 ungmenni
A-úrslit Fimmgangur F1 unglingar
A-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
Mótsslit