Íslandsmót WR

22. júní 2017

Íslandsmót WR fullorðna verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 6-9.júlí 2017. Skráning er hafin og stendur til miðnættis þriðjudagsins 27.júní 2017.

Öll skráning og greiðsla skráningargjalda fer fram í gegnum sportfengur.com undir skráningarkerfi og aðildarfélag mótsins er Geysir. Keppt verður í hefðbundnum greinum T1,T2,V1,F1,PP1 (gæðingskeið),P1 (250m skeið),P3 (150m skeið),P2 (100m skeið).

Önnur mikilvæg mál:
Þeir sem vantar hesthúspláss geta haft samband (hringt eða sent sms) við Hjörvar Ágústsson í síma 848 0625.  

Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur við framkvæmd mótsins á einhvern hátt (ritarar, þulir og fleira) geta haft samband (hringt eða sent sms) við Sóleyju Margeirsdóttur í síma 867 7460.

Mótsstjóri er Erlendur Árnason 897 8551.

Skráningarvandamál áður en skráningarfrestur rennur út - Ólafur Þórisson 863 7130.

Drög að dagskrá og gæti breyst eftir því hvernig skráning er:

Fimmtudagur 6.júlí
Fimmgangur og gæðingaskeið

Föstudagur 7.júlí
Fjórgangur, Slaktaumatölt, fyrsta og önnur umferð 150m og 250m skeið

Laugardagur 8.júlí
Tölt, öll B-úrslit, þriðja og fjóra umferð 150m og 250m skeið

Sunnudagur 9.júlí
A-úrslit og 100m skeið