Íslandsmót 2011 og 2012

Á Landsþinginu var ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Kjósa þurfti um hvar skyldi halda Íslandsmótið 2012 þar sem fleiri en eitt hestamannafélag bauðst til þess að halda mótið. Hinsvegar var einungis eitt félag sem bauðst til að halda Íslandsmótið 2011 og þurfti því ekki að kjósa um það. Á Landsþinginu var ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Kjósa þurfti um hvar skyldi halda Íslandsmótið 2012 þar sem fleiri en eitt hestamannafélag bauðst til þess að halda mótið. Hinsvegar var einungis eitt félag sem bauðst til að halda Íslandsmótið 2011 og þurfti því ekki að kjósa um það. Íslandsmót fullorðinna 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi.
Íslandsmót yngri flokka 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Mána í Keflavík.

Íslandsmót fullorðinna 2012 verður haldið sameiginlega af hestamannafélögunum Stíganda, Svaða og Léttfeta á Vindheimamelum. Þau hlutu 91 atkvæði í kosningunni gegn 46 atkvæðum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið af hestamannafélaginu Geysi á Hellu. Það hlaut 102 atkvæði í kosningunni gegn 35 atkvæðum hestamannafélagsins Hrings á Dalvík.