Íslandsmet Guðmundar Björgvinssonar staðfest

26. júlí 2017
Guðmundur og Glúmur, mynd tekin af Eiðfaxa

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók á fundi sínum þann 24. Júlí 2017 til afgreiðslu metumsókn í 100 metra fljúgandi skeiði.  Mótið fór fram á Íslandsmóti á Gaddstaðaflötum við Hellu, mótssvæði Geysis þann 9. júlí 2017.  Knapinn var Guðmundur Björgvinsson á hestinum Glúmi frá Þóroddsstöðum. Tíminn mældist 7,08 sekúndur.

Stjórn LH samþykkir metumsóknina.

Áður hafði keppnisnefnd, sem er ráðgefandi fyrir stjórn, einnig samþykkt metumsóknina.

Stjórn Landssamband hestamannafélaga óskar Guðmundi Björgvinssyni til hamingju með Íslandsmetið.