Íslandsbanki og Ergó styðja við Landssamband hestamanna

19. júní 2012
Fréttir
Reykjavík 19. júní 2012 Íslandsbanki, Ergó, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til þriggja ára og verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili LH á því tímabili.

Reykjavík 19. júní 2012  Íslandsbanki, Ergó, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til þriggja ára og verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili LH á því tímabili.

Landssamband hestamannafélaga er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ með rúmlega 11.000 félagsmenn og 48 aðildarfélög. LH er æðsti aðili innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um alla þætti hestaíþrótta og málefni þeim tengdum. LH sinnir hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga og umhverfismála. 

Íslandsbanki og Ergó munu með stuðningi sínum við LH einnig styðja við Landsmót hestamanna sem fer fram 25. júní til 1. júlí næstkomandi.  Landsmótið sem er hið 20. í röðinni verður haldið í Reykjavík en þetta er einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

Viðskiptavinir Íslandsbanka munu fá 20% afslátt af dagmiðaverði á Landsmóti sé greitt með greiðslukorti frá bankanum í miðasölu.

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga:

Stuðningur Íslandsbanka er LH mjög mikils virði og sýnir góðan skilning á því fjölbreytta starfi sem LH stendur fyrir og tengist hestinum í íslensku samfélagi. Hestaíþróttin er eitt vinsælasta fjölskyldusportið þar sem allir geta fundið sér reiðskjóta við hæfi og þannig þroskast með samvistum við hestinn. Þá tengist hesturinn sögu og menningu okkar Íslendinga í gegnum aldirnar og stendur okkur þannig sem þjóð mjög nærri.Landsamband hestamannafélaga vill því þakka Íslandsbanka fyrir framsýni og hugrekki með því að standa við bakið á því fjölbreytta og mannbætandi starfi sem LH stendur fyrir.