ÍSÍ heiðrar íþróttamenn sérsambanda

30. desember 2016
Fréttir
Árni Björn og Lárus Ástmar formaður LH

Allir íþróttamenn ársins hjá sérsamböndum innan ÍSÍ voru heiðraðir á hátíðarkvöldverði í Hörpu í gær fimmtudag. Þar á meðal var okkar maður og knapi ársins, Árni Björn Pálsson á meðal jafningja. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður ársins hlaut í lokin titilinn "Íþróttamaður ársins".

Það er heiður fyrir hvern íþróttamann að standa fremstur í sinni íþróttagrein. Til þess þarf þó ómælda vinnu, áhuga og metnað. Þeir íþróttamenn sem voru heiðraðir í Hörpu í gær, eiga þessa þætti sameiginlega og þeir skiluðu þeim frábærum árangri á árinu sem er að líða. 

LH vill óska öllum íþróttamönnum íslensku þjóðarinnar innilega til hamingju með einstakan árangur á árinu sem er að líða. Við Íslendingar erum stolt of okkar fólki og bíðum spennt eftir að fylgjast með afrekum þeirra á næsta íþróttaári.