Hugleiðing um mennska hunda og venjulega ferfætta hunda

26. nóvember 2010
Fréttir
Nú er frétt í Fréttablaðinu um að stórverslun ein er dæmd til að greiða bætur vegna þess að kona nokkur gekk inn í búðina og rann á döðlu sem dottið hafði af grænmetisborði. Nú er frétt í Fréttablaðinu um að stórverslun ein er dæmd til að greiða bætur vegna þess að kona nokkur gekk inn í búðina og rann á döðlu sem dottið hafði af grænmetisborði. Konan féll á hnéð og var óvinnufær í 10 daga og hefur, að sögn, ekki náð sér að fullu þó ár sé liðið frá fallinu. Konan fær bætur og verslunin er dæmd til að greiða málskostnað upp á kr 740.000.


Þetta er ófyrirséð slys en ábyrgðin er engu að síður verslunarinnar. Nú er sem aldrei fyrr fólk að ríða út á reiðvegum okkar Sörlamanna með lausa hunda. Þetta er ótrúlegur fjöldi sem þetta gerir og er mér og mögrum öðrum alveg ofboðið. Ég og fleiri hestamenn erum að reyna að frumtemja tryppi og eitthvað er um að fólk sé farið að ríða út. Ég fullyrði að reiðvegurinn er nánast ófær vegna lausra hunda, nema fyrir þrælvana hesta og menn.

Skyldi þurfa að enda með því að félagar þurfa að kæra hvern annan þegar laus hundur veldur slysi? Ég segi "þegar" því að það er aðeins spurning um tíma, ekki hvort slys eigi eftir að henda af þessum sökum.

Reglur eru alveg skýrar varðandi lausagöngu hunda á svæðinu, það er stranglega bannað og á að vera öllum ljóst. En nokkrir af félögum okkar telja sig algerlega yfir reglur hafna og skeyta engu um þá hættu sem þeir setja aðra í. En ef og þegar einhver hundeigandinn verður dæmdur til að greiða skaðabætur vegna slyss þá er mögulegt að fólk fari að hugsa sinn gang, rétt eins og það er meira en mögulegt að sá sem fyrir slysinu verður, verði óvinnufær lengur en 10 daga og nái sér jafnvel ekki. Og þá er spurning hvernig það tjón verði metið í milljónum eða milljónatugum.

Dæmið hér að framan um versluninna er tekið vegna þess að það er klárlega óvilja verk eða klaufaskapur einhvers sem slysinu veldur. En það að ríða af stað með lausan hund er ekkert annað en ásetningur um að hafa reglur og annað fólk að engu. Að þykjast vera yfir aðra hafinn og er klárlega á ábyrgð þess sem það gerir.

Aðstæður á athafansvæðinu okkur leyfa þetta bara alls ekki, það er lítil lýsing, þröngar reiðgötur og ekki möguleiki að komast undan, nema að fara út í hraun, sem er ekki svæði sem neinn vill vera á í myrkri, nema kannski hundurinn sem í þessu máli er algjörlega saklaus en á ábyrgð eiganda síns eða umsjónarmanns.

Forðumst óþarfa leiðindi og virðum hvort annað!
 
Siggi Ævarss