Hrossaræktin 2011 komin út

22. nóvember 2011
Fréttir
Forsíða Hrossaræktarinnar 2011, en hana prýða þeir Þórður Þorgeirsson og Spuni frá Vesturkoti. Ljósm.: Henk Peterse.
Síðastliðinn laugardag, á hrossaræktarráðstefnu fagráðs, kom út bókin "Hrossaræktin 2011." Síðastliðinn laugardag, á hrossaræktarráðstefnu fagráðs, kom út bókin "Hrossaræktin 2011."
Bókin er ársrit hrossaræktarinnar, hugmynd sem byggð er að hluta til á eldri samnefndri bók sem BÍ gaf út um árabil. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks um hrossarækt sem einnig hefur gefið út stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og rekur vefinn stodhestar.com.
 
Í bókinni er að finna umfjöllun um tíu efstu hross í hverjum aldursflokki á árinu, umfjöllun um öll ræktunarbú sem voru tilnefnd til ræktunarverðlauna í ár, umfjöllun um öll hross sem hlutu afkvæmaverðlaun á árinu, Landsmót, Heimsmeistaramót, einlægt viðtal við Þórð Þorgeirsson sem hefur umbylt lífi sínu, tíur allra tíma og margt fleira áhugavert.

Bókin verður til sölu í hestavöruverslunum og víðar, auk þess sem allir félagsmenn í Félagi hrossabænda fá bókina endurgjaldslaust og munu aðildarfélög FHB sjá um dreifingu til sinna félagsmanna. Skuldlausir félagar í FT geta einnig keypt bókina með 20% afslætti í Ástund í Austurveri.

Fyrir þá sem eru staddir erlendis og vilja tryggja sér eintak er hægt að senda tölvupóst á hrossaraekt@hrossaraekt.is og panta eintak.

Það er von útgefenda og höfunda að bókin verði áhugafólki um hrossarækt til ánægju og fróðleiks, en allar nánari upplýsingar má fá á Facebook síðu hrossaræktarinnar 2011 og á vefnum hrossaraekt.is.


Bókarhöfundar og útgefendur ánægðir með afraksturinn. Ljósm.: Kári Steinsson