Hrossaræktarsamtök Suðurlands -aðgangur að Worldfeng

19. júní 2009
Fréttir
Rétt er að vekja athygli félagsmanna á því að nú hefur öllum skuldlausum félagsmönnum Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verið sendur tölvupóstur. Þar er að finna leiðbeiningar um hvernig þeir sækja um félagsaðgang að Worldfeng en það verða allir að gera fyrir 1. júlí því annars lokast á þá. Rétt er að vekja athygli félagsmanna á því að nú hefur öllum skuldlausum félagsmönnum Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verið sendur tölvupóstur. Þar er að finna leiðbeiningar um hvernig þeir sækja um félagsaðgang að Worldfeng en það verða allir að gera fyrir 1. júlí því annars lokast á þá.

Hafi einhverjir sem þetta lesa ekki fengið tölvupóst er þeim bent á að hafa samband við Hrefnu Hreinsdóttur hjá Bændasamtökum Íslands, netfangið hennar er hh@bondi.is,  því  þá er netfang viðkomandi væntanlega rangt eða félagsmaður hefur ekki netfang. Þetta er breyting frá því sem verið hefur. Hingað til hefur verið nóg að greiða félagsgjaldið til Hrossaræktarsamtakanna og þar með hafa félagsmenn fengið aðgang að Worldfeng en Bændasamtök Íslands hafa breytt því fyrirkomulagi.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands