Hrossanámskeið LBHÍ

Endurmenntun LbhÍ kynnir ykkur nú námskeið á vorönn er lúta að hestamennsku og eru komin á skrá. Mikilvægt er ávallt að skrá sig um viku fyrir dagsett námskeið til að tryggja sér sæti og staðfesta svo í framhaldi. Að jafnaði er krafist greiðslu á staðfestingargjaldi fyrir námskeið og svo sendur greiðsluseðill fyrir afgang námskeiðsgjalds eftir námskeiðið. Margir starfs- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga koma að niðurgreiðslu vegna þátttöku á námskeiðum, m.a. Starfsmenntasjóður bænda (sem búa á lögbýlum). Endurmenntun LbhÍ kynnir ykkur nú námskeið á vorönn er lúta að hestamennsku og eru komin á skrá. Mikilvægt er ávallt að skrá sig um viku fyrir dagsett námskeið til að tryggja sér sæti og staðfesta svo í framhaldi. Að jafnaði er krafist greiðslu á staðfestingargjaldi fyrir námskeið og svo sendur greiðsluseðill fyrir afgang námskeiðsgjalds eftir námskeiðið. Margir starfs- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga koma að niðurgreiðslu vegna þátttöku á námskeiðum, m.a. Starfsmenntasjóður bænda (sem búa á lögbýlum). Kynnið ykkur endilega námskeiðin sem eru í boði! Ef þið hafið hugmyndir af öðrum námskeiðum punktum við þær niður og vinnum úr eftir hendinni.
Ef hestamannafélög eða önnur félög hafa áhuga á sérstökum námskeiðum eða fræðsluerindum fyrir sína félagsmenn er einnig hægt að skoða það ;-)
Einn áhugaverður pakki í þeim efnum er t.d. um húsvist hrossa – byggingar og aðbúnað!
 
Reiðmaðurinn – tveggja ára nám fyrir hinn almenna reiðmann sem hægt er að taka með vinnu; sambland af verklegri kennslu um helgar yfir vetramánuðina og bóklegu heimanámi – heldur áfram nú á vorönn á þeim þremur stöðum sem það er boðið fram með alls um 60 nemendum á aldrinum ca. 18-65 ára. Nú í vor verða fyrstu Reiðmennirnir útskrifaðir, ef guð lofar, eins og sagt er ;-)  Því margt spennandi í gangi!
 
En, hér koma nokkur þeirra námskeiða sem eru komin á skrá – sjá neðar:
Sjá nánar á www.lbhi.is/namskeid
 
Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim
Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands
 
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.
Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Stund og staður: Mið. 13. jan. Kl. 19:45-22:00 í félagsheimili Sleipnis, Suðurtröð á Selfossi.
Verð: 1000 kr til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands – aðrir 1500 kr. Greitt á staðnum, ekki er tekið við kortum.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.
 
Járningar og hófhirðing
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.
Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á að þátttakendur komu með eigin hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.
 
Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi.
Tími: Lau. 9. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 10. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Sveitasetrinu Gauksmýri. (fullbókað)
Tími: Lau. 23. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 24. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (Fullbókað)
Tími: Lau. 30. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 31. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (nokkur sæti laus)
Verð: 22.900
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Sendið kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is
 
Bygging hrossa
Í samstarfi LbhÍ við Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands hyggjast bjóða upp á námskeið í vetur um byggingu hrossa.
Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.
Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson, kynbótadómarar.
Staður og tími: lau. 20. feb. kl. 10:00 –16:30 (8 kennslustundir) í Dal í Mosfellssveit
Í athugun að halda það einnig á Akureyri – þeir sem hafa áhuga mega gjarnan láta vita af sér.
Verð: 10.000 kr fyrir félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 14.000 kr fyrir utanfélagsmenn. Frá Hrossaræktarsamtökunum: Það skal skýrt tekið fram að til þess að félagsmenn fái afslátt á námskeið sem samtökin halda þurfa félagsmenn að vera skuldlausir um áramót 2009-2010.

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími – auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is með skýringu.
 
Hæfileikar hrossa
Í samstarfi LbhÍ við Hrossaræktarsamtök Suðurlands
 
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi. 
 
Aðalkennarar: Þorvaldur Kristjánsson og  Jón Vilmundarson, kynbótadómarar.
Staður og tími:  sun. 21. feb. Klukkan 10:00 – 17:00 (8,5 kennslustundir) í Rangárhöllinni v/Hellu.
Í athugun að halda það einnig á Akureyri – þeir sem hafa áhuga meiga gjarnan láta vita af sér.
Almennt verð: 20.000 kr. Verð til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 14.000 kr.
Frá Hrossaræktarsamtökunum: Það skal skýrt tekið fram að til þess að félagsmenn fái afslátt á námskeið sem samtökin halda þurfa félagsmenn að vera skuldlausir um áramót.
 
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is
 
Skeiðnámskeið með Reyni Aðalsteinssyni *
 
Á námskeiðinu verður farið yfir undirbúning og útfærslu á skeiðreið; hvaða atriðum þarf að huga að áður en þjálfun á skeiði getur hafist, þjálfun á skeiði mismunandi hestagerða o.s.frv.
 
Eftirfarandi er yfirlit yfir efni námskeiðsins:
Laugardagur, 1. maí:
Kl. 09:00 Kennslustofa: fundur og fræðsla.
Kl. 10:00 Reiðhöll: Kannað verður ástand og hæfileikar hestanna. Stjórnun, hraði og stefna. Taumsamband, form og sveigjanleiki. Allar gangtegundir.
Eftir hádegi:  Æfingar og aðferðir við að leiðrétta eða bæta taumsamband, form og yfirlínu. Þetta verður bæði unnið við hendi og úr hnakk á feti og tölti.
Gangskiptingar (niðurtaka) fet, brokk, eða tölt, skeið.
 
Sunnudagur, 2. maí::
Kl. 09:00: Fundur; farið yfir beislabúnað og járningar. Einstakir hestar teknir fyrir.
Kl. 10:00: Skeiðvöllur: Skeiðöryggi, jafnvægi og hraði.
Eftir hádegi:  Skeiðvöllur: Skeiðkeppni. 100 metra skeið og gæðingaskeið. Myndbandsupptaka. - Farið yfir myndband: áætlað er að hætta um kl. 17:00.
 
Staður: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (18 kennslustundir)
Verð: 19.500 kr (kennsla, aðstaða fyrir hross og veitingar). Ákveðinn fjöldi mun geta komið með hross aðrir skráð sig sem áhorfendur án hests kr. 8500 (kennsla og veitingar)
 
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000
(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is
 
* með fyrirvara um breytingar
 
Nú er bara að velja og skrá sig ;-)

Ásdís Helga Bjarnadóttir
Endurmenntun LbhÍ – 433 5000.
endurmenntun@lbhi.is
www.lbhi.is/namskeid