Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins

09. október 2009
Fréttir
Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30. Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30. Hrossablótið er sannkallað matar- og skemmtikvöld. Hinn landsþekkti og margverðlaunaði veitingamaður Friðrik V. ásamt snillingnum Þórhildi Maríu Jónsdóttur matreiðslumeistara á Hótel Varmahlíð töfra fram glæsilega veislu, þar sem hrossið verður í aðalhlutverki.

Skemmtun  verður í anda skagfirskrar menningar. Sigurður Hansen flytur eigin ljóð. Félagarnir Siggi Björns á Ökrum og Jói í Stapa kveða rímur og Miðhúsabræður þenja nikkurnar. Blótsstjóri er Bjarni Maronsson.

Borðapantanir fara fram á info@hotelvarmahlid.is eða í síma 453 8170. Verði er stillt í hóf, aðeins kr. 6.200. Hótel Varmahlíð býður uppá sérstakt gistitilboð fyrir veislugesti, tveggja manna herbergi með morgunverði aðeins kr. 8.000

Hér er einstakt tækifæri fyrir fólk að eiga notalega kvöldstund, njóta glæsilegs kvöldverðar og upplifa sannkallaða skagfirska skemmtun.