Hringur fékk æskulýðsbikarinn 2018

Æskulýðsbikarinn er veittur því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað fram úr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna. Alls skilaði 21 félag inn skýrslu og þessu sinni hlaut Hringur á Dalvík bikarinn og er vel að honum komin. Helga B. Helgadóttir formaður æskulýðsnefndar LH kynnti handhafa og afhenti Lilju Björk Reynisdóttur formanni Hrings bikarinn á 61. landsþingi LH á Akureyri. 

Hér má skýrslu æskulýðsefndar Hrings