Hreimur Örn, Karlakór Kjalnesinga og páskalambið á Þeir allra sterkustu

Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga munu halda uppi stuðinu á Þeir allra sterkustu.

Húsið opnar kl. 18.30 með páskalambi í veislusal TM-reiðhallarinnar, boðið verður upp á lambalæri og kótilettur á aðeins 2500 kr.

Hreimur kemur öllum í stuð, hver hefur ekki sungið hástöfum með honum „lífið er yndislegt“?

Karlakór Kjalnesinga er án efa einn besti karlakór landsins og þó víðar væri leitað. Kórinn er skipaður 60 stórsöngvörum og gleðimönnum sem koma aðallega af Kjalarnesi, Kjós, Þingvallasveit og Mosfellssveit. Stór hluti kórmanna eru hestamenn og mun kórinn halda uppi fjöri með kröftugum og fallegum söng, jafnt hestavísum sem öðru skemmtilegu efni.

Þetta verður geðveikt stuð!

Fylgstu með "Þeim allra sterkustu" á facebook.