Hóla „sveinar“ flögra úr hreiðrinu

Nú líður senn að því að nemendur á öðru ári í Hólaskóla flögra úr hreiðrinu og dreifa sér á tamningastöðvar vítt og breytt um landið. Þar starfa nemendur í fimm mánuði. Þetta er hinn svokallaði verknámshluti, sem þarf til að útskrifast sem tamningamaður.Nú líður senn að því að nemendur á öðru ári í Hólaskóla flögra úr hreiðrinu og dreifa sér á tamningastöðvar vítt og breytt um landið. Þar starfa nemendur í fimm mánuði. Þetta er hinn svokallaði verknámshluti, sem þarf til að útskrifast sem tamningamaður.Nú líður senn að því að nemendur á öðru ári í Hólaskóla flögra úr hreiðrinu og dreifa sér á tamningastöðvar vítt og breytt um landið. Þar starfa nemendur í fimm mánuði. Þetta er hinn svokallaði verknámshluti, sem þarf til að útskrifast sem tamningamaður.

Ávallt er nokkur ásókn í að fá verknámsnema til starfa. En ekki getur þó hver sem er fengið til sín þann vinnukraft. Viðkomandi tamningastöð þarf að uppfylla skilyrði sem skólinn setur. Yfirleitt er gerð krafa um að forstöðumaður tamningastöðvarinnar sé með tilskilin próf frá Hólaskóla eða Félagi tamningjamanna. Þó getur skólinn veitt undanþágur frá slíku ef um er að ræða tamningastöð og þjálfara í fremstu röð, þrátt fyrir að hafa engin prófin.

Verðandi verknámskennarar heimsóttu Hólakóla í nóvember síðastliðnum og hittu þar verðandi nemendur sína. Eins og sést á meðfylgjandi mynd má sjá þar mörg kunnugleg andlit úr fyrri árgöngum Hólaskóla. Einnig eru í hópnum verðandi tamningamenn.

Mynd: www.holar.is