HM í Berlín 2019

21. desember 2018
Fréttir

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er glæsilegur atburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Margir muna síðasta HM í Berlín 2013.  Í byrjun ágúst 2019 verður mótið haldið aftur á sama stað. Keppt verður á sama mótssvæði, Karlshorst, sem er allt nýupptekið og endurnýjað. 

Gist verður á glæsilegu sérvöldu hóteli, sem aðveldar fólki að njóta mótsins til fulls og alls þess sem Berlín hefur upp á að bjóða. Lúxushótel, góð herbergi og sameinginleg aðstaða frábær. Samgöngur frá hóteli eru mjög auðveldar þar sem lestarstöð og metro stoppistöð eru beint fyrir framan hótelið. Það tekur innan við eina mínútu að ganga á stoppistöðvarnar, þaðan sem hægt er að komast í allar áttir og tíðni ferða er mjög mikil. Eins og áður segir þá er mjög auðvelt að komast á mótssvæðið, tekur um 15 mín.  Mjög auðvelt að komast í borgina svo dæmi sé tekið og þessa 3 km á Alexanderplatz tekur nokkrar mínútur að fara. Nágrenni hótelsins er snyrtilegt og stutt er í veitingastaði og almenna nauðsynlega þjónustu.

Landsliðið dvaldi á þessu hóteli 2013 og hefur valið þetta hótel fyrir fyrir knapana leikana 2019.   

Móttaka fyrir farþega Vita og Landssambandsins verður á hótelinu þar sem létta veitingar verða í boði og spáð verður í spilin varðandi framvindu mótsins. Svo að sjálfsögðu verður boðið upp á skoðunarferðir um Berlín.  Nánar um þær síðar.

Vita Sport og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu nýlega samstarfssamning og verða í samvinnu í sambandi við ferðir á mótið.  Með því að kaupa ferðina af Vita Sport verður þú því beinn stuðningsaðili landsliðsins okkar í hestaíþróttum.

Vita Sport er með eftirfarandi í boði

Flug með Icelandair í beinu flugi til Berlínar.

05.ágúst   FI528    KEF -  TXL         07:40 13:05
12.ágúst   FI529    TXL -   KEF        14:05 15:40

06.ágúst   FI528    KEF -  TXL         07:40 13:05
13.ágúst   FI529    TXL -   KEF        14:05 15:40

08.ágúst   FI528    KEF -  TXL         07:40 13:05
11.ágúst   FI529    TXL -   KEF        14:05 15:40

Akstur frá/til flugvelli á hótel í Berlín.

Gisting og samgöngur
Hótel Andel Vienna House.https://www.viennahouse.com/en/andels-berlin/the-hotel/overview.html 
Frábært hótel, að okkar mati og hótelið fær mjög góðar einkunnir á samfélagsmiðlum.  Samgöngur eru góðar frá hóteli.  Við hótelið er Tram stoppistöð ( Sporvagnar ) og stutt í lestarsöð. Tramminn er nokkrum stoppistöðvum frá miðbænum og þú kemst beint í hjarta Berlínar á undir 10 mínútum.   Veitingastaðir eru 3 á hótelinu og 2 barir – meðal annars frábær Skybar, þaðan sem er mikið útsýni yfir borgina.
Góður morgunmatur og fínt þráðlaust net á öllum herbergjum.

Spekingar spjalla
Fyrir utan hefðbundna dagskrá mótsins verður sérstök dagskrá fyrir farþega Vita Sport.  Vel valdir spekingar mæta á hótelið og spá í framvindu mótsins með farþegum okkar. Það hefur ávallt verið áhugaverð samkoma. Sú uppákoma er einungis fyrir farþega Vita Sport, sem býður upp á léttar veitingar á meðan spjallað er.

Miðar á mótið
Miðarnir á mótið eru svo staðsettir á besta stað í „Íslendingastúkunni“.

Verð:
Vikupakki 5.-12. ágúst & 6.-13.ágúst
189.500 kr í tvíbýli
225.900 kr í einbýli

3ja nátta pakki 8.-11.ágúst
149.500 kr í tvíbýli
168.500 kr í einbýli

Innifalið í verði:
Flug og flugvallaskattar
Ein taska 20 kg
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Gisting með morgunmat.
Viku eða helgarpassi á mótið - eftir því sem við á.
Gala show á laugardagskvöldið
“Spekingar spjalla” Móttaka og léttar veitingar.
(Ath - á aðeins við vikuferðirnar)
Íslensk fararstjórn