HLÖÐUBALL - Einstakt tilboð til hestamannafélaga

04. maí 2011
Fréttir
Laugardagskvöldið 7. maí. verður svo sannarlega hátíð í bæ í Kópavoginum og um einstakan viðburð að ræða fyrir alla unnendur góðrar sveitatónlistar. Laugardagskvöldið 7. maí. verður svo sannarlega hátíð í bæ í Kópavoginum og um einstakan viðburð að ræða fyrir alla unnendur góðrar sveitatónlistar.

Sænski fetilgítar snillingurinn BERRA KARLSSON verður sérstaklega fluttur til landsins að þessu tilefni en hann er talinn ein fremsti í sinni röð hér á norðurhvelinu. Kóngurinn sjálfur HELGI BJÖRNS leiðir síðan hópinn ásamt ROKKABILLÝBANDI REYKJAVÍKUR sem bregða sér yfir lækinn - enda ávallt stutt í kántrýið á þeim bænum. BRÍET SUNNA Valdimarsdóttir Idol-stjarna með meiru hefur vakið athygli á þessum vettvangi fyrir geislandi framkomu og þykir hafa þennan eftirsóknarverða kántrý-hljóm á við helstu kvenn stjörnur sveitatónlistarinnar.

Húsakynni og starfsfólk Players munu skrýðast í anda sveitatónlistarinnar og ef menn og konur eiga hatta eða hvaðeina þá er alveg tilvalið að mæta með slíkan búnað.

Fjörið hefst stundvíslega á miðnætti og lýkur kl. 03:00. Andi sveitatónlistarinnar mun svífa yfir vötnum og kántrýið tekið alla leiðina -  undir lokin verður svo skipt aðeins um gír og rokkað út í nóttina.

Miðaverð er kr. 2.000- gegn framvísun félagsskírteinis þíns hestamannafélags fæst miðinn á kr. 1.300- (framvísa í miðasölu)

Forsala á midi.is
Nánar á promo.is.