Hlöðuball!

15. október næstkomandi er risaviðburður fyrir hestafólk á SPOT, Kópavogi. Alvöru hlöðuball!! 15. október næstkomandi er risaviðburður fyrir hestafólk á SPOT, Kópavogi. Alvöru hlöðuball!!
Þar mun hin stjörnum prýdda hljómsveit Klaufar slá upp alvöru hlöðuballi með öllu.

Nú er tilvalið fyrir hestamannahópa að slá sér upp saman og skemmta sér í alvöru fjöri.

Hljómsveitina skipa:
  • Birgir Nielsen
  • Friðrik Sturluson
  • Kristján Gretarsson
  • Guðmundur Árnason
  • Sigurgeir Sigmundsson

Fjörið hefst á miðnætti og verða stakir miðar seldir á 1.800 kr.

KLAUFAR vilja bjóða hestamannahópum-félögum miðann á 1200 kr gegn því að hóparnir skrái sig fyrirfram. Því fleiri sem koma saman, því ódýrara, og því meira gaman! .. þið munið máltækið: Þar sem margir hestar koma saman, þar er .... þið botnið!

Endilega hafið samband á booking.klaufar@gmail.com eða í síma 775-0287 (Sverrir)

Yeeee-haaaw !

Bestu kveðjur og von um að sjá sem flesta,
Klaufar og co.