Hjörný Snorradóttir ráðin framkvæmdastjóri LH

Hjörný Snorradóttir hefur verið ráðin af stjórn Landssambands hestamannafélga sem framkvæmdastjóri LH. Hjörný hefur verið verkefnastjóri hjá LH síðan í júní 2017.

Hjörný er með B.Ed. í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands og meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og hefur komið víða að málefnum hestmennskunnar.