Hilux fyrir heimsmet í skeiði

Jóna Fanney og Kristinn G. Bjarnason hjá Toyota. Falli heimsmetið í skeiði þá gefa þeir hjá Toyota þ…
Jóna Fanney og Kristinn G. Bjarnason hjá Toyota. Falli heimsmetið í skeiði þá gefa þeir hjá Toyota þennan bíl sem kostar 4,3 milljónir.
„Þeir hjá Toyota hafa ákveðið að ef slegið verður heimsmet í skeiði á Landsmóti þá ætla þeir að gefa sigurvegaranum Toyota Hilux,\" segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts. „Þeir hjá Toyota hafa ákveðið að ef slegið verður heimsmet í skeiði á Landsmóti þá ætla þeir að gefa sigurvegaranum Toyota Hilux,\" segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts.

„Þeir hjá Toyota hafa ákveðið að ef slegið verður heimsmet í skeiði á Landsmóti þá ætla þeir að gefa sigurvegaranum Toyota Hilux,\" segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts.

Mikill hugur er í hestamönnum sem nú stefna margir á Landsmótið sem hefst á Hellu 30. júní og stendur til 6. júlí. Núverandi heimsmeistari – Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði – mun keppa á mótinu. Andvirði pallbílsins er 4,3 milljónir, hann er með 33\" breytingu, dráttarbeisli og skyggðum rúðum. Sigurður Ævarsson er mótsstjóri og segir allt eins geta farið svo að heimsmetið falli.

„Toyota er aðalstyrktaraðili mótsins og líklegast er að þarna falli met,\" segir Sigurður spurður hvers vegna keppnin í skeiði hafi orðið fyrir valinu hvað áheitið snerti. „Þeir eru ekki að fara ódýru leiðina og ekki að lofa þessu í eitthvað sem er vonlaust. Alls ekki,\" segir Sigurður.

Heimsmetið er 7,18 sekúndur og var sett í fyrra en besti tími Drífu í sumar er 7,36 sek. Farnir eru hundrað metrar og þá ekki úr kyrrstöðu heldur er komið á fullri ferð inn í tímatöku. „Þannig að ekki þarf annað en smella fingrum og þá er þetta komið.\" Sigurður segir Drífu fá harða keppni því tvö hross, Ester frá Hólum og Hreinn frá Barkastöðum, hafa hlaupið á 7,36 sek. \"Þetta verður til að hleypa spennu í keppnina. Þetta er fullorðins,\" segir Sigurður.