Hesthúseigendafélag stofnað

10. mars 2012
Fréttir
Miðvikudaginn 7. mars sl. var Félag hesthúsaeigenda á félagssvæði Gusts á Kjóavöllum stofnað. Miðvikudaginn 7. mars sl. var Félag hesthúsaeigenda á félagssvæði Gusts á Kjóavöllum stofnað.

Það voru 55 manns sem mættu galvaskir á stofnfundinn í Glaðheimum og samþykktu lög fyrir félagið og kusu formann, stjórn og skoðunarmenn reikninga. Til viðbótar hafa um 15 manns óskað eftir að gerast stofnfélagar.

Mikill hugur og jákvæðni ríkti á fundinum og voru menn sannfærðir um að stofnun hesthúsaeigendafélagsins væri styrkur fyrir Hestamannafélagið Gust og þessi tvö félög myndu geta starfað vel saman í nánustu framtíð að því að gæta hagsmuna lóðarhafa/hesthúsaeigenda og félagsmanna í hvívetna á hinu nýja félagssvæði Hestamannafélagsins Gusts.

Félaginu var valið nafnið "Félag hesthúsaeigenda á félagssvæði Gusts á Kjóavöllum" með kosningu, en fram komu 4 aðrar tillögur að nafni á fundinum og hlaut þetta nafn flest atkvæði fundarmanna.

Þá voru eftirtaldir kjörnir í stjórn:
Kristín Njálsdóttir, formaður kristin@landsmennt.is
Elín Deborah Wyszonirski elindg@live.com
Bjarni Benediktsson bjarni@bben.is
Þór Bjarkar bjarkar@bjarkar.is
Árni Björgvinsson arnib@talnet.is

Nýkjörin stjórn félagsins vill koma því á framfæri að enn er hægt að gerast stofnfélagi og áhugasamir geti sent póst þess efnis á einhvern stjórnarmanna. Þá óskar stjórn félagsins eftir því að félagsmenn verði dugmiklir í því að koma hugmyndum á framfæri varðandi þau málefni og verkefni sem húseigendafélagið ætti að taka til umfjöllunar.