Hestastrætó á þriðjudögum í Glaðheima frítt

Næstu fimm vikur verður boðið upp á hestastrætó á þriðjudögum niður í Glaðheima endurgjaldslaust fyrir Gustara.  Farið verður á þriðjudögum frá Kjóavöllum niður í reiðhöllina okkar í Glaðheimum og til baka einum og hálfum tíma síðar.  Strætóbílstjórinn heitir Kjartan er með gsm 867-4333, félagar panta pláss í síðasta lagi á mánudegi hjá Kjartani. Lágmark er þrír hestar annars fellur ferðin niður. Stoppustöðinn er á móts við hús Björgvins dýralæknis að Hamraenda.  Næstu fimm vikur verður boðið upp á hestastrætó á þriðjudögum niður í Glaðheima endurgjaldslaust fyrir Gustara.  Farið verður á þriðjudögum frá Kjóavöllum niður í reiðhöllina okkar í Glaðheimum og til baka einum og hálfum tíma síðar.  Strætóbílstjórinn heitir Kjartan er með gsm 867-4333, félagar panta pláss í síðasta lagi á mánudegi hjá Kjartani. Lágmark er þrír hestar annars fellur ferðin niður. Stoppustöðinn er á móts við hús Björgvins dýralæknis að Hamraenda.  Farið af stað kl.18:30 frá Kjóavöllum og félagar greiða síðan hjá Kristjáni húsverði (gsm 865-9637) þegar þeir koma niður í höll. Vinsamlegast hafið peninga eða kreditkort meðferðis.

 Brottför til baka frá Glaðheimum kl.20:00.

 Þessi þjónusta opin öllum skuldlausum félögum Gusts. Það verður heitt á könnunni í Helgukoti
 Ef vel gefst er hægt að bæta við ferðum á virkum dögum eða um helgar. Hægt er að hafa samband við fræðsludeild frekar vegna þessa.