Hestar og knapar án aukaefna

08. desember 2008
Fréttir
Niðurstöður lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Landsmóti hestamanna í sumar liggur nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í þvagsýnum knapanna tveggja eða blóðsýnum hestanna fjögurra sem boðaðir voru í lyfjapróf.Niðurstöður lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Landsmóti hestamanna í sumar liggur nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í þvagsýnum knapanna tveggja eða blóðsýnum hestanna fjögurra sem boðaðir voru í lyfjapróf.Niðurstöður lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Landsmóti hestamanna í sumar liggur nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í þvagsýnum knapanna tveggja eða blóðsýnum hestanna fjögurra sem boðaðir voru í lyfjapróf.

Samkvæmt reglum eru teknar stikkprufur á stærri mótum í hestamennsku, Landsmótum og heimsmeistaramótum. Á LM2008 voru tekin blóðsýni úr fjórum keppnishestum og tveimur knöpum. Báðir knaparnir reyndust bláedrú og ekkert óeðlilegt fannst í blóðsýnum gæðinganna. Er þetta sama niðurstaða og á síðasta heimsmeistaramóti. Ástæða er til að fagna þessu, þar sem hið gangstæða er ekki óalgengt í keppni í hestaíþróttum úti í hinum stóra heimi.

Á myndinni er Guðmundur Björgvinsson, sem var kallaður í lyfjapróf á LM2008. Hesturinn er Eldjárn frá Tjaldhólum.