Hestar og flugeldar

31. desember 2012
Fréttir
Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að gæta þess að dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum að voða.

Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að gæta þess að dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum að voða. Ótti við skyndileg hávær hljóð háir fjölda gæludýra og ekki síður hrossa. Flest dýr verða vör um sig við þann hávaða og ljósagang sem flugeldum fylgja en sum verða ofsahrædd. Mörg dæmi eru um að hross á útigangi hafi algerlega tryllst, brotist gegnum girðingar og flúið til fjalls og ekki fundist fyrr en löngu síðar, oft illa útleikin. Hross hafa einnig valdið alvarlegum umferðarslysum við slíkar aðstæður, þegar þau æða yfir girðingar og inn á þjóðvegi. 

Hér má lesa nánari leiðbeiningar um dýravernd yfir áramótin