„Hestanálgun“ í Rangárhöll

02. mars 2010
Fréttir
Sunnudaginn 7. mars nk. kl. 13 verður boðið upp á nýstárlegan og mjög svo áhugaverðan viðburð í Rangárhöllinni  á Hellu. Um er að ræða samsetta kennslusýningu undir nafninu „Hestanálgun“ þar sem að koma nokkrir kennarar og sýnendur og fjallað verður um allt ferlið:  Meðhöndlun, tamningu og þjálfun hestsins frá fyrstu snertingu að fullmótuðum hesti á keppnisbraut. Sunnudaginn 7. mars nk. kl. 13 verður boðið upp á nýstárlegan og mjög svo áhugaverðan viðburð í Rangárhöllinni  á Hellu. Um er að ræða samsetta kennslusýningu undir nafninu „Hestanálgun“ þar sem að koma nokkrir kennarar og sýnendur og fjallað verður um allt ferlið:  Meðhöndlun, tamningu og þjálfun hestsins frá fyrstu snertingu að fullmótuðum hesti á keppnisbraut. Sýningin fer þannig fram að fyrst fjallar Magnús Lárusson í fyrirlestri um fortamningar ungra hrossa og sýnir vinnubrögð við fortamninguna. Þar á eftir munu reiðkennararnir Ísleifur Jónasson og Sara Ástþórsdóttir, auk knapans knáa Jóhanns K. Ragnarssonar, fjalla um ábendingar, þjálfun gangtegunda og jafnvægi í áframhaldandi þjálfun.
Að kaffihléi loknu munu svo stórknaparnir Vignir Siggeirsson, Hinrik Bragason og Sigurður Sigurðarson mæta til leiks og verður þeim leiðbeint um þjálfun keppnishrossa af sjálfri Rúnu Einarsdóttur - Zingsheim sem koma mun alla leið frá Þýskalandi til að taka þátt í sýningunni. Rúna mun einnig fjalla um mismunandi áherslur í þjálfun hrossa á meginlandi Evrópu og hér á landi, auk þess að svara fyrirspurnum.  Það verður örugglega ekki komið að tómum kofanum þar sem Rúna á í hlut, enda margverðlaunaður knapi með áratuga reynslu í þjálfun keppnishrossa.
Sýningin er öllum opin. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en frítt er fyrir börn fædd 1997 og yngri.  Ekki missa af þessum einstaka viðburði!
Þess má geta að Rúna verður einnig með fyrirlestur í félagsheimili Skugga í Borgarnesi á föstudagskvöldið 5. mars kl. 19 á vegum Félags tamningamanna og Félags hrossabænda.