Hestamannafélögin Logi, Smári og Trausti sameinast

05.07.2021

Stofndagur sameinaðs hestamannafélags í uppsveitum Árnessýslu var 1.júlí síðastliðinn. Í tilefni þess hittust allar stjórnir félaganna sem undirgangast sameininguna á Geysi í Haukadal þar sem málefni nýs félags voru rædd og hver fyrstu skrefin yrðu að formlegri stofnum félagsins um áramót. Almenn ánægja er með þetta framfaraskref hjá hestamannafélögunum sem Logi, Smári og Trausti hafa nú stigið og mikil tilhlökkun í mannskapnum fyrir komandi tímum.