Hestamannafélagið Logi 50 ára

23. mars 2009
Fréttir
Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Guðrún Magnúsdóttir, formaður Loga.
Félagar í Hestamannafélaginu Loga í Biskupstungum héldu upp á 50 ára afmæli félagsins í Aratungu síðastliðinn laugardag. Um 300 manns tóku þátt í fagnaðinum. Í Loga eru 204 félagsmenn, sem lætur nærri að vera um þriðjungur íbúa sveitarfélagsins. Félagar í Hestamannafélaginu Loga í Biskupstungum héldu upp á 50 ára afmæli félagsins í Aratungu síðastliðinn laugardag. Um 300 manns tóku þátt í fagnaðinum. Í Loga eru 204 félagsmenn, sem lætur nærri að vera um þriðjungur íbúa sveitarfélagsins.

Hestamannafélagið Logi var stofnað 22. febrúar 1959. Aðal hvatamaður og fyrsti formaður var séra Guðmundur Óli Ólafssson, lengst af kenndur við Skálholt. Í kjölfarið var kappreiðavöllurinn í Hrísholti tekinn í gagnið og þar er ennþá félagssvæði Loga.

Þrettán félagsmenn voru gerðir að heiðursfélögum Loga á afmælishátíðinni. Þar á meðal voru tveir fyrrverandi formenn félagsins, þeir Gunnlaugur Skúlason og Kristinn Antonsson, en þeir hafa báðir gengt formannsstarfinu í tvígang. María Þórarinsdóttir var einnig gerð að heiðursfélaga fyrir vel unnin störf fyrir félagið.





Tíu stofnfélagar Loga eru ennþá á lífi og voru þeir allir gerðir að heiðursfélögum. Á myndinni eru: Sigurður Erlendsson, Haukur Daðason, Guðmundur Óskarsson, Guðjón Gunnarsson, Erna Jensdóttir, Gunnar Ingvarssson, Jóhanna B. Ingólfsdóttir, Eygló Jóhannesdóttir og Ragnar Jóhannesson. Á myndina vantar Guðna Karlsson, sem staddur var erlendis.



Ýmsir færðu Loga afmælisgjafir. Þar á meðal voru formenn nágrannafélaganna Smára, Geysis, Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Einnig formaður Landssambands hestamannafélaga, Haraldur Þórarinssson, Gísli Páll Pálsson, formaður HSK og Guttormur Bjarnason í Skálholti.



Þá þóttu það mikil og góð tíðindi að Óttar Bragi Þráinsson í Miklholti, formaður Búnaðarfélags Biskupstungna, færði Loga að gjöf þrjár milljónir króna til styrktar reiðhallarinnar á Flúðum, sem er sameiginleg eign hestamannafélaganna Loga og Smára.

Núverandi formaður Loga er Guðrún Magnúsdóttir og veitt hún gjöfunum viðtökum.

Það var Sigurður Sigmundsson sem tók meðfylgjandi myndir og færum við honum sérstakar þakkir fyrir.