Hestaferð í Noregi á vegum FEIF

20. febrúar 2020
Fréttir

Landssamtök íslenska hestsins í Noregi (Norsk Islandshestforengin) stendur fyrir hestaferð í Noregi í samvinnu við frístundareiðmennskunefnd FEIF (Leisure Riding Committee). Er þessi ferð hluti af hátíð í Noregi sem kallast Fjellfestival og fer fram dagana 19. til 23. ágúst 2020.

Aðildarlöndum FEIF er boðið að taka þátt reiðtúrnum og miðast við að þátttakendur verði um 60 alls. Innifalið í verði er gisting í tjaldbúðum, uppihald og hestar. Aldurstakmark er 14 ára á árinu og 14-18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Tekið skal fram að skipuleggjendur setja takmarkanir á þyngd knapa, hámarksþyngd er 95 kg.

Spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast íslenska hestinum í öðru umhverfi.

Nánari upplýsingar um ferðina er á heimasíðu FEIF.