Hestadagar í Reykjavík hófust í morgun

28. mars 2011
Fréttir
Dagskrá "Hestadaga í Reykjavík" hófst í morgun með hrossaræktarferð austur fyrir fjall þar sem heimsótt verða hrossaræktarbú ársins undanfarinna ára. Dagskrá "Hestadaga í Reykjavík" hófst í morgun með hrossaræktarferð austur fyrir fjall þar sem heimsótt verða hrossaræktarbú ársins undanfarinna ára.

Á morgun, þriðjudag, verður svo farið á Vesturland þar sem starfsemi LBHI verður kynnt og fleira. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér í þessa ferð geta skráð sig inn á http://www.hestadagar.is/ eða í s:514-4030.
Miðvikudaginn 30.mars verður svo haldin kennslusýning í samstarfi við Félag Tamningamanna í reiðhöll Gusts og hefst hún kl.20. Aðeins 1500kr aðgöngumiðinn, frítt fyrir félagsmenn FT.
Vonumst til þess að sjá sem flesta.