Hestadagar í Reykjavík

27. mars 2013
Fréttir
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi.

Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi. 

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Föstudaginn 5. apríl ætla hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Valin hesthús verða opin fyrir áhugasama og hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.
Öll hestamannafélögin verða með sömu dagskrá á sama tíma.
17:00 - 19:00
Opin hesthús (valin og merkt með blöðrum) Teymingar í reiðhöllum félaganna
18:00 Börn og unglingar sýna atriði
Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 6. apríl og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum.
Kl. 13:00-16:00 – Dagskrá í Húsdýragarðinum – teymt undir börnum, fræðsla um hestinn, heitjárning sýnd, byggingadómar. Hestar fléttaðir og fleira skemmtilegt. 

FRÍTT INN ALLAN DAGINN

Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: „Ístölt – þeir allra sterkustu“.

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni. Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 7.apríl. Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.


Dagskrá hestadaga má finna inn á www.lhhestar.is
Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!