Hestadagar 19.-21. mars

 

Hestadagar verða haldnir hátíðlegir á næstu dögum. Á morgun kl. 17:00 er opnunarhátíð Hestadaga í Ráðhúsi Reykjavíkur. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á dagskrá stendur - opið öllum.

Á föstudag og laugardag verða opin hús í hestamannafélögum landsins, hvetjum við því alla til að kíkja á það. Gott tækifæri fyrir almenning til að kynnast hestamennskunni.

Á laugardag kl. 13:00 verður skrúðreið um miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldinn allur af hrossum og knöpum láta ljós sitt skína.

Svo klukkan 16:30 verða Svellkaldar konur í Skautahöllinni í Reykjavík. 1000 krónur inn sem renna til styrktar landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Frítt fyrir 12 ára og yngri.