Hertar sóttvarnarreglur um áhorfendur

11. mars 2021
Fréttir

Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út hertar reglur um áhorfendur á íþróttaviðburðum. Kaflinn um áhorfendur í sóttvarnarreglum LH hefur verið uppfærður. Helstu breytingar eru að nú þarf að skrá áhorfendur í númeruð sæti. Mikil áhersla er lögð á að allir áhorfendur beri grímu sem hylur nef og munn en nokkuð hefur borið á að grímuskylda sé ekki virt meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Heimilt er að hafa að hámarki 200 áhorfendur í einu rými á íþróttaviðburðum að  uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Allir gestir skulu vera skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
  • Allir gestir skulu vera sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta.
  • Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað á meðan á viðburði stendur, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.
  • Heimilt er að taka á móti allt að 200 sitjandi áhorfendum í númeruð sæti með 1 metra nálægðarmörkum milli ótengdra aðila.
  • Ath! Mögulega taka áhorfendasvæði/stúkur ekki 200 manns í sæti, nauðsynlegt að mæla út.
  • Ef fleiri en eitt sótthólf þá þarf hvert hólf að vera með sérinngang og sér salerni.
  • Áhorfendum er skylt að nota andlitsgrímu.
  • Gríman á að hylja nef og munn.
  • Þátttakendur á keppnissvæði mega ekki fara yfir á önnur svæði s.s. áhorfendasvæði.
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við börn og fullorðna.
  • Veitingasala er heimil skv. skilyrðum þar um.
  • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.

Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 50 manna hámark í rými. Áhorfendasvæði skal vera aðskilið keppnissvæðinu og engin blöndun á áhorfendum og þátttakendum er heimil. 

Nauðsynlegt er að búið sé að reikna út stærð áhorfendasvæða og þá fjölda áhorfenda í rýmið sem um ræðir með tilliti til að allir ótengdir aðilar geti haldið 1m nándarregluna. Gera skal ráð fyrir rúmlega 2 m2 fyrir hvern einstakling.