Herrakvöld Fáks 6. október

Villibráðarhlaðborð klikka ekki!
Villibráðarhlaðborð klikka ekki!
Laugardaginn 6 okt verður haldið stórglæsilegt Herrakvöld í félagsheimili Fáks. Kvöldið hefst á fordrykk kl. 19.00. Glæsilegt villibráðarhlaðborð verður framreitt, veislustjóri verður Sigurður Svavarsson og Andri Ívarsson verður með uppistand. 
 
Happdrættið verður að sjálfsögðu á sínum stað!
 
Dansleikurinn hefst kl. 23:00 og verður frítt fyrir konur á ballið. Danshljómsveit Margrétar Friðriks sér um fjörið!
 
Miðasala hefst mánudaginn 1. október i Skalla í Hraunbæ. Miðaverðið er kr. 8.000.