Komdu með á HM með Vita Sport

23. janúar 2019
Fréttir

Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín 4. til 11. ágúst 2019. Ferðaskrifstofan VITA, í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga, býður upp á pakkaferðir til Berlínar á Heimsmeistarmót íslenska hestsins.

Innifalið er beint flug til og frá Berlín með Icelandair, flugvallarakstur erlendis, gisting á frábæru hóteli mótsvikuna, miði á besta stað í Íslendingastúkunni, „Spekingar spjalla“ á hóteli með léttum veitingum og íslensk fararstjórn. Mjög auðveldar samgöngur eru frá hóteli á mótsvæði – mjög tíðar ferðir og tekur aðeins 15 mín. að komast þangað. Eins eru tíðar samgöngur frá hóteli „í bæinn“, t.d. aðeins 5 km á Alexanderplatz.

Landsliðið hefur valið þetta hótel fyrir knapana. Móttaka fyrir farþega Vita og LH verður á hótelinu þar sem léttar veitingar verða í boði og spáð verður í spilin varðandi framvindu mótsins.

Flogið verður til Berlínar mánudag 5. ágúst, þriðjudag 6. ágúst og fimmtudag 8. ágúst. Mögulegt er að velja önnur flug til að njóta lengur alls þess sem Berlín hefur upp á að bjóða.

Með því að kaupa ferðina af Vita Sport verður þú beinn stuðningsaðili landsliðsins okkar í hestaíþróttum.

Þú getur pantað ferðina hér.