Heimildarmyndin Kraftur

11. september 2009
Fréttir
Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu
Þann 30. september n.k. verður heimildarmyndin Kraftur eftir Árna Gunnarsson, Þorvarð Björgúlfsson og Steingrím Karlsson frumsýnd í Kringlubíói. Þann 30. september n.k. verður heimildarmyndin Kraftur eftir Árna Gunnarsson, Þorvarð Björgúlfsson og Steingrím Karlsson frumsýnd í Kringlubíói. Myndin fjallar um hestinn Kraft og knapann Þórarinn Eymundson (Tóta). Þeir eru  miklir félagar og  sigursælt par á keppnisvöllum á Íslandi. Þeim stendur til boða að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi 2007 og Tóti þarf að taka erfiðustu ákvöðunina á ferli sínum. Íslenski hesturinn hefur verið einangraður á eyjunni úti í norðri í meira en 1000 ár og vegna smithættu má ekki flytja hesta sem fara út heim til landsins aftur. Fylgst er  með þeim félögum hér heima og á heimsmeistaramótinu, velgengni en einnig efasemdum  og sálarstríði knapans. Einlæg og hrífandi mynd um samband hests og manns.

Framleiðandi er Skotta Kvikmyndafjelag.


Kveðja Skotta Kvikmyndafjelag