Heimildarmynd Baldur & Baldur

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu hestamannafélagsins Hrings (www.hringurdalvik.net) hefur Þorfinnur Guðnason unnið að heimildarmynd um stóðhestinn Baldur frá Bakka. Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu hestamannafélagsins Hrings (www.hringurdalvik.net) hefur Þorfinnur Guðnason unnið að heimildarmynd um stóðhestinn Baldur frá Bakka. Þar kemur einnig til sögu fyrsti eigandi hans, guðfaðir og nafni Baldur Þórarinsson einnig kendur við Bakka. Núna er fyrsti "trailerinn" kominn í hús og lofar hann mjög góðu. Ekki hafa borist fregnir af því hvenær framleiðendur hyggjast sýna myndina, en án efa verður þetta hugljúf mynd um þá nafnanna. Læt fylgja með kræju inn á myndbrot úr myndinni. http://www.facebook.com/home.php?#!/video/video.php?v=1592417692376&ref=mf