Heiðursfélagi Andvara

23. nóvember 2009
Fréttir
Halldór Halldórsson heiðursfélagi Andvara ásamt Pétri A. Maack formanni félagsins. Mynd: www.andvari.is
Halldór Halldórsson formaður samgöngunefndar Landssambands hestamannafélaga var síðastliðinn miðvikudag, á aðalfundi félagsins, gerður að heiðursfélaga Andvara. Halldór hefur verið ötull félagi í hestamannafélaginu Andvara í rúmlega tvo áratugi eða frá árinu 1984. Halldór Halldórsson formaður samgöngunefndar Landssambands hestamannafélaga var síðastliðinn miðvikudag, á aðalfundi félagsins, gerður að heiðursfélaga Andvara. Halldór hefur verið ötull félagi í hestamannafélaginu Andvara í rúmlega tvo áratugi eða frá árinu 1984. Hann hefur m.a. setið í stjórn félagsins, í mótanefnd, bygginganefnd, ferðanefnd og reiðveganefnd. Halldór hefur einnig sinnt fjölmörgum nefndarstörfum fyrir Landssamband hestamannafélaga í mörg ár og er nú formaður Samgöngunefndar. Ósérhlífni hans og vinnusemi er eftirtektarverð og öðrum til hvatningar.  Landssamband hestamannafélgag óskar Halldóri innilega til hamingju með heiðursverðlaun Andvara.