Hefðbundin tannröspun óþörf

„Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.„Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.

„Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.

„Vissulega koma upp vandamál varðandi tennur í hestum. Það er mikilvægt að sá vandi sé greindur og meðhöndlaður af fagfólki. Oftar en ekki upplifir fólk að hefðbundin tannröspun skili árangri. En það er yfirleitt skammgóður vermir. Ef um raunverulegt tannvandamál er að ræða þarf yfirleitt sérfræðikunnáttu til að varanlegur bati verði. Hvassar brúnir á jöxlum eru yfirleitt ekki það sem fólk þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Sigríður. Hún varar við notkun kjaftaglenna sem settar eru upp í hestinn öðrum megin. Slíkar tennur geti valdið því að tennur brotni.

Fyrr á þessu ári kom hélt sænskur tannlæknir og sérfræðingur í tönnum hrossa, Torbjörn Lundström, fyrirlestur hér á landi og birtist frétt um það í LH-Hestum. Við birtum hana hér aftur hestamönnum til fróðleiks.
........


Röspum ekki vandann burt
„Þú raspar ekki vandann burt,“ segir Torbjörn. „Tannbroddar eru yfirleitt komnir í sama horf eftir þrjá til fjóra mánuði eftir röspun. Sár í munni reiðhesta eru langoftast vegna síendurtekins þrýstings á sama munnsvæði, ekki vegna þess að tannbroddarnir særi holdið eða slímhúðina. Reiðmúlar þrýsta kinnum hestins að tönnunum þegar þeir gapa, oftast vegna þess að mélin valda þeim óþægindum. Sárin koma þó yfirleitt ekki eftir eitt skipti, heldur smám saman vegna þrýstings á sama svæði, aftur og aftur yfir lengri tíma. Sömu sögu er að segja um sár á tungu og í neðri gómi. Þau koma eftir síendurtekinn þrýsting frá mélum. Með því að skipta oft um beislabúnað og nota mél sem passa hverjum hesti má draga mjög úr þessum meiðslum.“

Hestar fá tannpínu
Torbjörn segir að til að forðast særindi í munni reiðhesta sé áríðandi að nota rétta lengd méla. Oft noti fólk of löng mél. Einnig gefi það góðan árangur að færa reiðmúlinn til í hvert skipti sem lagt er við hestinn. Eða að sleppa honum alveg annað slagið. Hann segir að of mikil röspun geti brotið niður varnir tannanna og valdið því að þær skemmast, líkt og í mönnum. Hestarnir geti þá fengið tannpínu síðar á ævinni.

Hann segir að meðhöndlun tanna sé þó stundum nauðsynleg, meðal annars til að leiðrétta rangt bit. Um 70% íslenskra hrossa eru með undirbit á jöxlum, en aðeins 5% í flestum öðrum kynjum. Hann raspar hins vegar aldrei tennur með þeim hætti sem við eigum að venjast hér á landi; tannbrodda að utanverðu í efri gómi og að innanverðu í neðri gómi.


„Rannsóknir okkar sýna að tannröspun gefur engan árangur. Rétt val á beislabúnaði og rétt notkun skilar hins vegar miklum árangri,“ segir Torbjörn.

Á efri myndinni er Sigríður Björnsdóttir og á þeirri neðri Torbjörn Lundström, tannlæknir og sérfræðingur í tönnum hesta.