Haustmót Léttis

Nú er frábæru mótaári lokið hjá Hestamannafélaginu Létti. Við vorum að ljúka Haustmóti Léttis í þessum skrifuðu orðum og voru það geysisterkir hestar sem mættu til keppni. Létt var yfir mannskapnum og gaman er að ljúka mögnuðu mótaári með svona skemmtilegu móti.

Nú er frábæru mótaári lokið hjá Hestamannafélaginu Létti. Við vorum að ljúka Haustmóti Léttis í þessum skrifuðu orðum og voru það geysisterkir hestar sem mættu til keppni. Létt var yfir mannskapnum og gaman er að ljúka mögnuðu mótaári með svona skemmtilegu móti.

Viðar Bragason sigraði tvöfalt í dag og óhætt er að segja að þetta ár hafði verið árið hans. Hann sigraði fimmganginn á Hágangssyninum Bergsteini frá Akureyri með 6,76 og töltið á Þyt frá Narfastöðum með 7,61. Fanndís Viðarsdóttir sigraði fjórganginn á Stirni frá Skriðu með einkunnina 7,13. Elín Margrét Stefánsdóttir sigraði T7 töltið á Kulda frá Fellshlíð með 6,83.

Hér má sjá allar niðurstöður mótsins.

Mig langar að nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum sem komið hafa að mótahaldi Léttis á þessu ári kærlega fyrir frábært starf, öllum dómurum, keppendum og áhorfenum þökkum við fyrir að mæta og gera mótin skemmtileg, fagmannleg og fjölmenn.

Við í Létti óskum ykkur öllum góðs hausts og gleði í komandi hestaári.
Með kveðju og þakklæti

Andrea Þorvaldsdóttir formaður.