Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Haustfundur hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (í hesthúsahverfinu, Suðurtröð), miðvikudaginn 17. október kl. 20:00.


Haustfundur hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (í hesthúsahverfinu, Suðurtröð), miðvikudaginn 17. október kl. 20:00.

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir, munu kynna stöðuna á sumarexem rannsókninni en HS samþykkti á aðalfundi sínum árið 2011 að styrkja þessa rannsókn um 6.000.000 kr.

Guðlaugur Antonsson landsráðunautur í  hrossarækt mun verða með erindi sem hann kallar „Hrossarækt og hestamennska –staða og framtíðarsýn.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun kynna skýrslu starfshóps. Á síðasta aðalfundi HS var skipaður starfshópur til að fjalla um aðkomu kynbótahrossa að landsmótum.  

Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum. Kaffi og meðlæti í boði samtakanna.

Stjórn hrossaræktarsamtaka Suðurlands