Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Minnum á haustfund Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldinn verður í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf í kvöld, þriðjudaginn 19. október kl. 20:00. Minnum á haustfund Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldinn verður í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf í kvöld, þriðjudaginn 19. október kl. 20:00. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands verður með framsögu á fundinum. Einnig munu Gunnar Arnarson og Hulda Gústafsdóttir, hrossaútflytjendur, upplýsa menn um horfur á útflutningi hrossa í haust. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum. Kaffi og meðlæti í boði samtakanna.

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands