Hápunktar LM2008 á DVD

12. mars 2009
Fréttir
Út er komin DVD mynd í tvöföldu hulstri á tveimur DVD diskum, samtals þrír og hálfur klukkutími af því besta frá Landsmóti hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum dagana 30. júní til 6 júlí 2008. Sýnt er frá setningu mótsins og öllum úrslitum, A og B úrslitum í öllum flokkum og eru þau í rauntíma. Út er komin DVD mynd í tvöföldu hulstri á tveimur DVD diskum, samtals þrír og hálfur klukkutími af því besta frá Landsmóti hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum dagana 30. júní til 6 júlí 2008. Sýnt er frá setningu mótsins og öllum úrslitum, A og B úrslitum í öllum flokkum og eru þau í rauntíma.


 Einnig er verðlaunaafhendingu 10 hæstu kynbótahrossa gerð skil, sýndar 2 mínútur af öllum ræktunarbúum sem fram komu,  sem og fyrstu verðlauna stóðhestum með afkvæmi og að sjálfsögðu frá afhendingu heiðursverðlauna í hrossarækt, Sleipnisbikarsins.  Sýnt er frá úrslitum í skeiðkappreiðum  og sýndir 15 efstu í Flugskeiði og aðeins frá stemmingu í brekkunni á mótinu.  Myndin er sett upp þannig að hægt er að velja að spila alla myndina eða horfa aðeins á einstaka liði með vali á fjarstýringu.  Framsetning upplýsinga er áþann veg að nafn hvers keppanda og hests kemur inn á skjáinn í byrjun úrslita  og  á  eftir sýningu hverra úrslita kemur tafla með röð keppenda og lokatölum.  Þulir mótsins sjá um að koma upplýsingum á framfæri beint úr hljóðkerfinu eins og það gerðist  á mótinu sjálfu.

Ekkert er sýnt úr forkeppnum né milliriðlum, en hægt er að panta sýningar einstakra hrossa úr milliriðlum eins og sýningar kynbótahrossa í dómi og yfirliti hjá Plús film á heimasíðu  www.pusfilm.is sem og myndirnar sjálfar.

Framleiðandi vonar að myndirnar falli mönnum vel, þetta eru dýrmætar heimildir um hestamennsku og hrossarækt á Íslandi og ætti hver  hestamaður að eiga þær í fórum sínum og styrkja með því þessa mikilvægu
gagnasöfnun. Sala á Landsmótsmyndum undanfarin ár hefur ekki farið vaxandi þrátt fyrir svokallað góðæri og hefur framleiðandi ekki riðið feitum hestum frá þeirri framleiðslu, en til upplýsinga hafa hvorki kynbótamyndin né hápunktarinir nokkurntíma náð 800 eintökum í sölu á þeim tveimur árum sem líðið hafa á milli móta.  Framleiðandi skorar því á hestamenn og ræktendur að forðast afritanir og slíkt, en fjárfesta í  sögu landsmótanna sér og öðrum til ánægju og yndisauka.

Með virðingu

Sveinn M. Sveinsson
framleiðandi