Happadrætti Meistaradeildar VÍS

31. mars 2010
Fréttir
Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu og Bylgja Gauksdóttir. Mynd: MG
Á stóðhestaveislunni 2010 í Rangárhöllinni 3. apríl verða seldir happadrættismiðar í happadrætti Meistaradeildar VÍS. Miðasala fer einnig fram á tveimur síðustu mótum Meistaradeildar VÍS. Dregið verður úr seldum miðum á lokamóti deildarinnar. Á stóðhestaveislunni 2010 í Rangárhöllinni 3. apríl verða seldir happadrættismiðar í happadrætti Meistaradeildar VÍS. Miðasala fer einnig fram á tveimur síðustu mótum Meistaradeildar VÍS. Dregið verður úr seldum miðum á lokamóti deildarinnar. Þau mót sem eftir eru í Meistaradeild VÍS er Skeiðmótið sem fer fram laugardaginn 10. apríl að Ármóti, V-Landeyjum og svo Lokamótið sem fer fram 22. apríl í Ölfushöllinni. Á skeiðmótinu verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði en þar verður jafnframt kynning á nokkrum þekktum stóðhestum en einnig munu koma fram þar ungir og efnilegir stóðhestar. Á lokamótinu verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina.

Vinningslíkurnar í ár eru meiri en í fyrra þar sem nú verður dregið úr fleiri tollum og eru 15 folatollar staðfestir og aldrei að vita nema nýir bætist í hópinn þegar nær dregur. Happadrættismiðinn kostar eingöngu 1.000 krónur og er um að gera fyrir áhugasama að tryggja sér miða fyrr en seinna.

Margir heimsþekktir stóðhestar eru á listanum en stóhestarnir eru
eftirfarandi:

Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,28
Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum, f.ár 2007
Ás frá Ármóti, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,45 B
rimnir frá Ketilsstöðum, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,33
Dofri frá Steinnesi, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,22
Frosti frá Efri-Rauðalæk, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26
Kjarni frá Þjóðólfshaga, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,30
Leiknir frá Vakurstöðum, f.ár 1999, aðaleinkunn 8,28
Ljóni frá Ketilsstöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26
Óskar frá Blesastöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,22
Straumur frá Breiðholti, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,41
Sædynur frá Múla, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,34
Sær frá Bakkakoti, f.ár 1997, aðaleinkunn 8,62
Vilmundur frá Feti, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,56
Þeyr frá Akranesi, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,55