Happadrætti Líflands og LH

Hestavöruverslunin Lífland og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum sem tekur þátt í HM09 í Sviss í ágúst. Hestavöruverslunin Lífland og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum sem tekur þátt í HM09 í Sviss í ágúst.

Lífland hefur látið framleiða boli með slagorðinu “Leiðin að gullinu”. Bolirnir eru númeraðir og eru um leið happadrættismiði í veglegu happadrætti. Á meðal vinninga er flugferð til Evrópu með Iceland Air, einkatímar hjá reiðkennurum, fataúttektir í Líflandi að verðmæti 20.000, fóður, bækur, bíómiðar, reiðtygi og ótal margt fleira.  Sala á bolunum hófst á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks sem fram fór nú um helgina. Bolirnir eru til sölu í verslunum Líflands í Reykjavík og á Akureyri, í versluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi og Knapanum í Borgarnesi.

Talsmaður landsliðsnefndar LH er Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sími: 893-4683